Langar þig að vera í hestum án allra skuldbindinga, endurnýja kynnin við hesta sportið eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt? Við bjóðum uppá útreiðarhópa fyrir fullorðna og vana unglinga sem gætu hentað þér.
Við erum með allt sem þarf, hesta, hnakka, hjálma, reiðtygi og utanyfirgalla. Eina sem þú þarft er að hafa einhverja fyrri reynslu af hestamennsku. Við erum ekki að bjóða upp á reiðnámskeið, heldur er markmiðið að við förum saman í skemmtilega reiðtúra og njótum þess að vera saman í þessu skemmtilega sporti.

REIÐTÚRARNIR
Við förum í reiðtúra um nærumhverfi okkar í Mosfellsbæ. Hér eru fjöll, ár og vötn sem hægt er að fara um á hestbaki. Hesthúsið okkar er staðsett á mörkum byggðar og sveitar, á gamalli bújörð þar sem fjölskyldan hefur búið í kynslóðir. Á sama tíma og við njótum þægindana sem fylgir því að vera á borgarmörkunum þá fögnum við því að hafa nánast óspillta náttúruna í bakgarðinum.
Reiðtúrarnir mun vera á milli 1-3 klukkustundir. Áður en við leggjum af stað taka þátttakendur þátt í að undirbúa hestana, kemba, hreinsa úr hófum, leggja á og sinna því sem þarf að gera áður en hægt er að leggja afstað.
Við gerum ekki kröfu um að þátttakendur hafi reynslu af því að undirbúa hestinn sinn fyrir reiðtúr, við hjálpum til með það.

Hóparnir
Þátttakendur eru 3-6 í hverjum hóp. Hóparnir eru í boði frá byrjun mars og út október.
Tímasetningarnar sem hægt er að velja um (vetrartímar, fleiri tímar í boði á sumrin)
Mánudagar kl 17:00
Þriðjudagar kl 13:00
Miðvikudagar kl 17:00
Föstudagar kl 9:30

Um okkur
Reiðtúr.is er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í útreiðarhópum og prívat reiðtúrum fyrir einstaklinga og litla hópa. Við viljum gefa þátttakendum okkar möguleikan á því að kynnast áhugamanna hestamennskunni eins og hún hefur verið stunduð hér á landi. Reiðtúar um bæi og sveit er það sem drífur okkur áfram ásamt þeim fjölmörgu stundum sem við eigum í kringum hestana við daglega umhirðu þeirra.

Öryggi og mikilvægar upplýsingar
Við leggjum mikla áherslu á öryggismálin og allir sem fara á bak hjá okkur þurfa að vera með hjálm. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar upplýsingar.

Við bjóðum gott úrval ferða sem henta öllum getustigum knapa. Hjá okkur muntu upplifa íslenska hestinn og náttúruna rétt við borgarmörkin

